Vegna tæknilegra örðugleika hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekið þá ákvörðun að framlengja umsóknarfrestinn sem áður var 5. febrúar um eina viku, eða til 12. febrúar 2019 (kl. 11 að morgni að íslenskum tíma eins og áður).
Bretland er á leið úr Evrópusambandinu en ekki er að fullu ljóst hvernig útgöngunni verður háttað. Eftir að útgöngusamningur bresku ríkisstjórnarinnar var felldur í þinginu þann 15. janúar hafa líkur aukist á því að Bretar fari úr sambandinu án samnings (svokallað hart Brexit). Af því tilefni hefur ESB gefið út áætlun um útgöngu án samnings sem snýr meðal annars að framkvæmd Erasmus+.
Lesa meiraErasmus+ nýtur sívaxandi vinsælda meðal Evrópubúa, samkvæmt nýrri skýrslu sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út um framkvæmd áætlunarinnar á árinu 2017. Fjármagnið fer hækkandi með hverju ári og því var hægt að gefa hátt í 800.000 manns tækifæri til að sinna námi, þjálfun og sjálfboðastörfum í útlöndum árið 2017, eða 10% fleirum en árið áður. Stofnanir og samtök í Evrópu njóta einnig góðs af Erasmus+ samstarfsverkefnum, en 22.400 verkefni voru styrkt þetta árið.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ verður með OPIÐ HÚS fyrir umsækjendur 1. febrúar á 1. hæð í Borgartúni 30.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+ leggur ríka áherslu á aðstoð við umsækjendur á landsbyggðinni.
Lesa meiraLandskrifstofa Erasmus+/Rannís verður með námskeið og æfingu í gerð umsókna um Erasmus+ samstarfsverkefni, fimmtudaginn 7.febrúar kl 14 í Borgartúni 30.
Lesa meiraStyrkþegafundur vegna úthlutunar úr umsóknarfresti í október 2018
Lesa meiraÞriðja evrópska starfsmenntavikan var haldin dagana 5. – 9. nóvember 2018.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.