Umsóknarskrif – Erasmus+ samstarfsverkefni

Hefur þú áhuga á alþjóðlegu samstarfi í menntun og eða æskulýðsstarfi?Ertu með hugmynd sem gæti orðið að Erasmus+ samstarfsverkefni?

15.1.2019

Landskrifstofa Erasmus+/Rannís verður með námskeið og æfingu í gerð umsókna um Erasmus+ samstarfsverkefni, fimmtudaginn 7.febrúar kl 14 í Borgartúni 30.

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru með grunnhugmynd að verkefni og stefna að því að senda inn umsókn fyrir umsóknarfrestinn 21. mars (kl. 11) eða fyrir æskulýðshluta fyrir 30. apríl (kl. 10) 2019.

Dagskrá:
14:00 Þróun verkefnishugmyndar
14:45 Verkefnishugmyndin ykkar
15:30 Fjárhagshlutinn og umsóknarskrif
16:00 Formlegri dagskrá lokið en ráðgjafar landskrifstofu veita einstaklingsráðgjöf og aðstoð við umsóknargerð

Undirbúningur:
Námskeiðið er ætlað fólki sem er komið með grunnhugmynd að verkefni og stefnir að því að senda inn umsókn í menntahlutann fyrir umsóknarfrestinn 21. mars 2019 (kl 11) eða í æskulýðshlutann fyrir 30. apríl (kl 10).

Fyrir námskeiðið er æskilegt að fólk:


Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að mæta með eigin tölvur á námskeiðið.

Að námskeiði loknu munu ráðgjafar Landskrifstofu veita einstaklingsaðstoð við gerð umsókna.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku - SKRÁNING

Hafið samband!
Ekki hika við að hafa samband við landskrifstofu ef einhverjar spurningar vakna. Með því að velja viðeigandi hluta Erasmus+ á vef landskrifstofu (leik, grunn- og framhaldsskóla, starfsmenntun, háskólar, fullorðinsfræðsla eða æskulýðsstarf) er hægt að sjá þá sérfræðinga sem geta veitt frekari upplýsingar og ráðgjöf um þann hluta.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica