Fréttabréf Evrópsku starfsmenntavikunnar 2018

7.1.2019

Þriðja evrópska starfsmenntavikan var haldin dagana 5. – 9. nóvember 2018.

Vel gert! Þriðja árlega evrópska starfsmenntavikan sló í gegn og það var ykkur að þakka!

Helstu viðburðir fóru að þessu sinni fram í Vín, og voru haldnir í samstarfi við Austurríki sem fór þá með formennsku í leiðtogaráði Evrópusambandsins. Á helstu ráðstefnum og viðburðum þessarar viku í Vín var meðal annars rætt um framtíð starfsmenntunnar á ráðstefnu á vegum CEDEFOP,  hvernig bæta má fullorðinsfræðslu til framtíðar, fimmta afmæli Evrópusamtaka um starfsþjálfun og einnig voru viðurkenningar veittar í tilefni starfsmenntavikunnar. Auk þess fóru fram umræður um netsamstarf og tækifæri sem það felur í sér fyrir þátttakendur!
Skoðið bloggsíðu okkar þar er samantekt á viðburðum vikunnar og yfirlit yfir ráðstefnur og viðburði.
Fjöldi opinna viðburða voru einnig haldnir annars staðar í Evrópu, þar með taldir hundruð starfsmenntaviðburða, bæði staðbundnir og svæðisbundnir. Um 1800 viðburðir voru skráðir í 45 Evrópuríkjum, sem er mesti fjöldi viðburða hingað til.  Við hefðum ekki getað þetta án ykkar!
Fram til áramóta er enn hægt að skrá viðburði í gegnum gagnvirka kortið.
Ef þið viljið skoða myndir frá viðburðunum í Vín má skoða þær á:  Flickr album!

Hér má sjá myndband  með helstu viðburðum - staðbundnum, svæðisbundnum eða á landsvísu - sem haldnir voru í nafni Evrópsku starfsmenntavikunnar 2018.

 

Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í starfsmenntun árið 2018

Tilkynnt hefur verið hverjir hljóta verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í starfsmenntun árið 2018!
Marianne Thyssen framkvæmdastjóri atvinnu- og félagsmála, starfsmenntunar og hreyfanleika vinnuafls hjá Evrópusambandinu, tilkynnti hverjir hlutu verðlaunin á lokaviðburði Evrópsku starfsmenntavikunnar í Vín þann 9. nóvember.
Verðlaunin voru veitt fyrir góða framkvæmd og fyrirmyndar starfsmenntun og þjálfun (VET) alls staðar í Evrópu.  Verðlaun voru veitt í mörgum flokkum, ýmist til stofnana eða einstaklinga.
Marianne Thyssen framkvæmdastjóri lauk verðlaunaafhendingunni með þessum orðum: “Skilaboð mín til starfsmenntanemenda eru þessi: Hættið aldrei að læra. Og skilaboð mín til allra annarra: Gerum það sem við getum til að gera þeim þetta kleift! Ef þið spyrjið mig um hvert markmið okkar ætti að vera, yrði svarið: Veitið öllum tækifæri til að ævilangrar menntunar!”
Lesið nýjustu greinina okkar um vinningshafana!

Eu-skills-week

Deilið sögu ykkar
Munið að þið getið enn deilt sögu ykkar  um starfsmenntun og –þjálfun á vefsíðu okkar! Með því að deila sögu ykkar stuðlið þið að vitundarvakningu um þau fjölmörgu tækifæri sem í boði eru í starfsmenntun og hvetjið þar með aðra til dáða.
Segið okkur frá þjálfun eða starfsmenntun sem stuðlaði að aukinni færni á  #DiscoverYourTalent (uppgötvaðu færni þína), eða hvernig tækifæri til að læra nýtt fag varð upphaf að nýjum starfsframa.
Lesið áhugaverðar sögur Miguel og Rubén og kynnið ykkur áhuga Jinko Adams sendiherra Evrópsku starfsmenntavikunnar á dansi.

Takið þátt í umræðunni
Fjöldi viðburða var til umræðu á samfélagsmiðlum á meðan á starfsmenntavikunni stóð. Meðal annars var umfjöllun um viðburði og viðtöl birt á Facebook. Enn er hægt að skoða þessi viðtöl á Facebook. Skoðið viðtöl við nokkra sendiherra frá vikunni og umræður um framtíð fullorðinsfræðslu með Byron Auguste, framkvæmdastjóra og meðstofnanda  Opportunity@Work og Duncan Cass-Beggs, ráðgjafa um stefnumótandi framtíðarsýn hjá OECD og kynnist nokkrum  starfsmenntaverðlaunahöfum.
Enn er hægt að taka þátt í umræðunni á samfélagsmiðlum! Deilið hugmyndum ykkar og myndum frá starfsmenntavikunni – annað hvort í Vín eða annars staðar – með því að nota #EUVocationalSkills og #DiscoverYourTalent.

 

Evrópska starfsmenntavikan 2019

Í lok starfsmenntavikunnar í Vín tilkynnti Thyssen framkvæmdastjóri hjá Evrópusambandinu að Evrópska starfsmenntavikan 2019 yrði haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 14. – 18. október 2019.
Endilega skráið það hjá ykkur í dagbókina!









Þetta vefsvæði byggir á Eplica