Samið um þátttöku Íslands í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins

1.10.2021

  • Evrópusamvinna - uppskeruhátíð

Þann 24. september sl. var tilkynnt formlega um áframhaldandi aðild EES/EFTA ríkjanna að nýrri kynslóð samstarfsáætlana Evrópusambandsins 2021-2027, en Rannís hefur umsjón með helstu áætlunum sem Ísland tekur þátt í. 

Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samstarfsáætlunum ESB allt frá upphafi EES samningsins, en þátttakan er endurnýjuð reglulega í takt við tímabil áætlananna.

Með samkomulaginu hefst því nýtt tímabil í þeim áætlunum sem Rannís hefur umsjón með fyrir hönd Íslands; Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætluninni, Erasmus+ á sviði menntunar, æskulýðsstarfs og íþrótta, Creative Europe menningar- og kvikmyndaáætluninni og European Solidarity Corps sem styður við sjálfboðastarf og samfélagsverkefni ungs fólks.

Íslenskir aðilar hafa átt góðu gengi að fagna í öllum samstarfsáætlunum ESB, en aðgangur að öflugu samstarfi á sviðum mennta, menningar, vísinda og nýsköpunar skiptir miklu máli fyrir íslenskt samfélag og hefur ómæld jákvæð áhrif þegar til lengri tíma er litið. Reynslan sýnir að ávinningur af þátttöku í þeim er langtum meiri en sá kostnaður sem af því hlýst, auk þess sem langtíma áhrif skila sér í aukinni þekkingarsköpun og verðmætu samstarfi fyrir íslenskt samfélag.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica