Ný tækifæri í Evrópusamstarfi verða kynnt í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu 15. apríl kl. 14:00-16:00 þegar nýrri kynslóð samstarfsáætlana ESB í umsjón Rannís verður hleypt af stokkunum. Kynnið ykkur tækifæri og styrki á vegum Erasmus+, Horizon Europe, European Solidarity Corps og Creative Europe.
Nýjar samstarfsáætlanir ESB, sem gilda árin 2021-2027, verða kynntar á fjórfaldri opnunarhátíð í beinu streymi frá Borgarleikhúsinu, fimmtudaginn 15. apríl kl. 14:00-16:00.
Á hátíðinni verður farið yfir helstu nýjungar og styrkjamöguleika Erasmus+ á sviði menntunar, æskulýðsmála og íþrótta, Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlunarinnar, European Solidarity Corps fyrir sjálfboðaliða- og samfélagsstarf ungs fólks og Creative Europe á sviði skapandi greina. Einnig verður litið um öxl og góðum árangri síðustu ára fagnað í óformlegu spjalli við styrkþega sem segja sínar sögur. Loks verður sagt frá vinnustofum og nánari kynningum um hverja áætlun sem skipulagðar verða í framhaldinu.
Rannís hefur umsjón með samstarfsáætlunum ESB á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar, menningar og æskulýðsmála á Íslandi.
Vertu með og taktu daginn frá!
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.