Ný síða um öryggi þátttakenda

3.9.2021

  • Photo_2021-06-24-16.41.25

Á vef landskrifstofunnar má nú finna undirsíðu með gagnlegum upplýsingum um öryggi þátttakenda í verkefnum erlendis. Þar má finna nokkur atriði sem gott er fyrir þátttakendur að hafa í huga bæði fyrir dvöl og meðan á henni stendur, m.a. hvað varðar tryggingar, neyðarnúmer og viðbragðsaðila komi upp alvarleg atvik.

Auk þess má þar sjá nytsamlegar vefslóðir um öryggismál bæði hvað varðar Erasmus+ en einnig ferðalög erlendis almennt. Upplýsingarnar eru í boði á íslensku og á ensku.

Öryggi hefur ávallt verið Landskrifstofu Erasmus+ hugleikið. Nú á tímum heimsfaraldurs hefur orðið ákveðin vitundarvakning um mikilvægi þess að upplýsingar um öryggi séu aðgengilegar. Undirsíðan um öryggi þátttakenda var liður í starfi viðbragðsteymis skrifstofunnar sem stofnað var veturinn 2020-2021. Í vetur hefur teymið hefur unnið við að móta viðbragðsáætlun sem landskrifstofan starfar eftir komi upp atvik sem þess krefjast, hvort sem þau eru á smærri eða stærri skala – innlend eða erlend.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica