Mikil ánægja með Empower inclusiv-ability námskeið í Reykjanesbæ

6.12.2021

  • Picture1_1638791322370

Dagana 10.-12. nóvember var haldið námskeið í Reykjanesbæ fyrir starfsfólk á æskulýðsvettvangi sem var á vegum Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og í fleiri Evrópulöndum. Námskeiðið bar yfirskriftina Empower inclusiv-ability og hafði það að markmiði að auka hæfni þátttakenda til þess að bjóða upp á valdeflandi og inngildandi æskulýðsstarf. 

Alls voru 29 þátttakendur í námskeiðinu frá 12 löndum og landskrifstofur fjögurra landa sendu einnig starfsfólk til þátttöku. Tveir þjálfarar sáu um námskeiðið, þær Elżbieta Kosek og Morgaine Green, sem kynntu einnig nýjan leiðarvísi um inngildingu fólks með skerðingar fyrir starfsfólk innan æskulýðsvettvangsins.

A group of people sitting in chairs

Description automatically generatedÞrátt fyrir hindranir vegna Covid-19 var mögulegt að halda námskeiðið hér á landi á öruggan en jafnframt árangursríkan hátt. Í endurgjöf frá þátttakendum kom fram að mikil ánægja var á meðal hópsins með námskeiðið og mörg þeirra sögðust hafa lært nýjar leiðir til inngildingar sem nýtast munu í framtíðarstarfi. Við þökkum þeim sem tóku þátt sem og öllum þeim sem stóðu að námskeiðinu og vonumst til þess að námskeiðið skili sér í frekari inngildingu í æskulýðsstarfi í Evrópu.

Nánar um inngildingu í Erasmus+

Nánar um æskulýðsstarf í Erasmus+

Þetta vefsvæði byggir á Eplica