Taktu þátt í Erasmus dögum 14 - 16. október 2021

11.6.2021

  • INSTAGRAM_POST_1080X1080

#ErasmusDays

Erasmus dagar eða #ErasmusDays er þriggja daga viðburður sem haldinn verður 14-16. október næstkomandi.

Á þessu tímabili verður Erasmus+ áætluninni fagnað og hundruð viðburða munu eiga sér stað um alla Evrópu. Þessir dagar eru frábært tækifæri
til þess að skipuleggja eða taka þátt í fjölbreyttum viðburðum, deila reynslu og læra meira um Erasmus+.

Við viljum hvetja skóla, sveitarfélög, stofnanir, frístundamiðstöðvar og alla sem hafa tekið þátt í Erasmus+ að nýta þessa daga til að koma á framfæri verkefnunum sínum og ávinningnum af þeim.

Hvernig?
Til dæmis með kynningu á verkefni, sýnileika á samfélagsmiðlum, málþingi, sýningu eða einhverjum öðrum viðburði.

Hérna er hægt að skrá viðburði.

Nánari upplýsingar veitir kynningarstjóri Erasmus+ á Íslandi.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica