Tækifæri og styrkir á sviði menntunar og menningar

18.10.2021

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Ísafjörð heim og býður til hádegisfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 21. október kl. 12:15 – 13:30.

Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana, svo sem Erasmus+, áætlunar ESB fyrir öll skólastig og æskulýðsmál, Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlunar ESB, Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, og Uppbyggingarsjóðs EES.

Fyrir hverja? Sveitarfélög, skóla, fræðsluaðila, menningarstofnanir, æskulýðsgeirann, fyrirtæki, ungt fólk og alla áhugasama.

Starfsfólk okkar verður svo til taks eftir kynningarnar fyrir þau sem vilja ræða möguleikana í norrænu og evrópsku samstarfi nánar.

Við munum bjóða upp á gómsæta súpu og því biðjum við fólk að skrá sig.

Skrá þátttöku

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir um fundinn til Evu Einarsdóttur kynningarfulltrúa: eva.einarsdottir@rannis.is, sími: 691 3351. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica