Sérstök vefstofa fyrir starfsfólk íslenskra háskóla um möguleika í Alþjóðavídd Erasmus+ fer fram þann 2. desember, þar sem sérfræðingar frá Evrópusambandinu veita yfirlit yfir styrkjaflokkana sem í boði eru og svara spurningum þátttakenda ásamt starfsfólki Landskrifstofu. Vefstofan gefur einnig tækifæri til að heyra af upplifun íslensks þátttakanda í Erasmus Mundus.
Eitt af markmiðum Erasmus+ er að efla samstarf landa í Evrópu við lönd utan Evrópu*. Ýmsar leiðir eru til samstarfs og falla þær allar undir svokallaða Alþjóðavídd Erasmus+. Markmiðið er að styðja stofnanir og samtök við að takast á við áskoranir á heimsvísu, eins og alþjóðavæðingu, hlýnun jarðar og stafræna þróun, og koma á framfæri sameiginlegum gildum eins og fjölmenningu, friði og öryggi.
Þann 2. desember fer fram vefstofa á Teams þar sem starfsfólki íslenskra háskóla er gefinn kostur á að kynna sér þá styrkjaflokka sem verða opnir til umsóknar á árinu 2022. Hér gefst tilvalið tækifæri til að eiga í beinu samtali við fulltrúa Evrópusambandsins í Brussel og finna leiðir til að byggja upp tengsl við stofnanir um allan heim með styrk frá Erasmus+.
Dagskrá:
Allar tímasetningar miðast við íslenskan tíma. Vefstofan fer fram á ensku. Hún er öllum opin og skráningar er ekki þörf. Landskrifstofa hvetur sérstaklega stjórnendur, alþjóðafulltrúa og kennara í háskólum til að taka þátt.
* Samstarf þátttökulanda áætlunarinnar (e. Programme Countries), eins og Íslands, við lönd sem ekki eru þátttökulönd (e. Partner Countries).
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.