Nýsköpunar­samstarf í Erasmus+

3.6.2021

  • Success-2081168_1280

Kynningarfundur í beinu streymi frá Brussel 8. júní kl. 12.

Erasmus+ er ætlað að efla nýsköpun í Evrópu, ekki síst með því að tengja saman háskóla, starfsnám, rannsóknir og samfélag. Sérstakur verkefnaflokkur undir heitinu Nýsköpunarsamstarf (e. Alliances for Innovation) hefur verið settur á laggirnar og mun hann styrkja verkefni af tveimur gerðum. Annars vegar er um að ræða samstarfsverkefni sem leiða saman fyrirtæki og nemendur með það markmið að efla nýsköpun og frumkvöðlastarf í námi og þjálfun. Styrkir eru veittir til tveggja ára (ein milljón EUR) og þriggja ára (ein og hálf milljón EUR). Hins vegar munu samstarfsverkefni í atvinnulífinu gefa stofnunum og samtökum tækifæri til að móta stefnu í tilteknum atvinnugreinum. Styrkir eru veittir til fjögurra ára (fjórar milljónir evra).

Eins og í öðrum styrkjaflokkum Erasmus+ er mikil áhersla lögð á stafræna og græna færni. Næsti umsóknarfrestur í báðar tegundir Nýsköpunarsamstarfs er 7. september 2021 kl. 15 að íslenskum tíma.

8. júní fer fram kynningarfundur um Nýsköpunarsamstarfið á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er öllum opinn og engrar skráningar er þörf. Hægt er að fylgjast með í beinu streymi á netinu og þátttakendur eru hvattir til að taka virkan þátt í viðburðinum með hjálp Slido (kóði: ALLIANCES2021). Látið ekki þetta tækifæri fram hjá ykkur fara ef þið stefnið á erlent samstarf á stórum skala sem eflir nýsköpun í Evrópu.

Allar nánari upplýsingar um kynningarfundinn og verkefnaflokkinn má finna á síðu EACEA









Þetta vefsvæði byggir á Eplica