Norrænn samstarfshópur í Erasmus+ fundaði á Rannís

17.5.2016

  • Mynd af ECHE hópnum.
    Á myndinni frá vinstri: María Kristín Gylfadóttir (Ísland), Eyrún Sigurðardóttir (Ísland), Susanne Suhr Andersen (Danmörk), Dag Stenvoll (Noregur), Irma Garam (Finnland), Kate Sevón (Svíþjóð), Anders Clarhäll (Svíþjóð), Margrete Søvik (Noregur).

Dagana 12-13 maí hittist norrænn samstarfshópur um úttektir og greiningar í tengslum við Erasmus+ áætlunina hér á Íslandi. Hópurinn hefur síðastliðið ár unnið að greiningu á Erasmus Charter (ECHE) umsóknum norrænna háskóla en ECHE er umsókn um vottun sem hver háskóli verður að fá samþykkta til að geta tekið þátt í Erasmus+ áætluninni.

Sækja ECHE-skýrsluna 

Tilgangurinn með heimsókninni nú var að ræða frekara samstarf um greiningar áhrifa Erasmus+ áætlunarinnar auk þess að ræða niðurstöðu ECHE verkefnisins.

Samstarfshópurinn samanstendur af fulltrúum frá Landskrifstofum Erasmus+ áætlunarinnar á öllum Norðurlöndunum. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica