Evrópusambandið boðar metupphæð í styrki til til evrópskra háskólaneta í Erasmus+ 2022

30.11.2021

  • Pexels-marley-clovelly-3768217

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um evrópsk háskólanet, eða European Universities initiative, fyrir árið 2022. Til úthlutunar eru 272 milljónir evra og hefur upphæðin aldrei verið hærri. Umsóknarfrestur er 22. mars nk. og er sótt um til framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála í Brussel. 

Evrópskum háskólanetum er ætlað að efla gæði, frammistöðu og erlenda samkeppnishæfni evrópskra háskóla gegnum kerfisbundið og sjálfbært samstarf milli þeirra. Þetta á við öll hlutverk háskóla, hvort sem um er að ræða framlag þeirra til menntunar, rannsókna, nýsköpunar eða samfélags. Með þessu djúpa og viðamikla samstarfi er Evrópuvitund í háskólastarfi aukin og evrópskum gildum komið á framfæri.

Árið 2022 eru tvær leiðir til að sækja um – annars vegar fyrir þau evrópsku háskólanet sem þegar hafa hlotið styrk en vilja dýpka og jafnvel útvíkka samstarfið og hins vegar fyrir þróun nýrra háskólaneta. Fyrir báða styrkflokka er umsóknarfresturinn sá sami: 22. mars 2022. Allar nánari upplýsingar má finna á síðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sótt er um á umsóknarsíðu framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála.

Ennfremur er vakin athygli á opnum upplýsingafundi sem framkvæmdastjórnin stendur fyrir og er ætlaður umsækjendum um evrópsk háskólanet. Hann fer fram 14. desember og verður nánar auglýstur þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar um umsóknarfrestinn 2022:

Frétt af síðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Erasmus+









Þetta vefsvæði byggir á Eplica