Erasmus+ tengslaráðstefna á sviði fullorðinsfræðslu í Utrecht í Hollandi

19.9.2016

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu á sviði fullorðinsfræðslu sem ber yfirskriftina „E-government and social inclusion of low skilled adults“. Með „E-government“ er vísað til notkunar hvers kyns netmiðla í opinberri þjónustu.

Sérstök áhersla verður lögð á að kanna hvernig þeim sem búa yfir slakri kunnáttu í tölvusamskiptum almennt, gengur að eiga tölvusamskipti við yfirvöld. Getur verið að notkun netmiðla einangri fólk enn frekar? Hvernig er hægt að styðja einstaklinga?

Ráðstefnan verður haldin í Utrecht í Hollandi 23. – 25. nóvember.  Áætlaður fjöldi þátttakenda er 50 manns þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Tilgangur tengslaráðstefna er að efla tengsl fagfólks frá mismunandi  löndum og finna samstarfsaðila með það í huga að senda inn umsókn í Erasmus+ áætlunina á næsta umsóknarfresti árið 2017.

Meginmarkmið ráðstefnunnar er að mynda tengsl og þróa verkefnishugmyndir á sviði fullorðinsfræðslu sem snúa að þema ráðstefnunnar.

Markhópar ráðstefnunnar eru fagfólk sem starfar með einstaklingum sem á erfitt með tölvusamskipti og/eða kemur að gerð námsefnis eða hjálpargagna sem auðvelda fólki slík samskipti, einnig stjórnendur og kennarar á sviði fullorðinsfræðslu. Mikilvægt er að þátttakendur geti skipts á reynslusögum og hafi áhuga á að þróa nýjungar á þessu sviði, t.d. með því að sækja um styrk til Erasmus+ menntaáætlunarinnar.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig þurfa að koma fram upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur, er greitt beint af Landskrifstofu.

Sækja um þátttöku

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica