Aukin evrópsk samvinna um hagnýta starfsmenntun

5.3.2018

Áhugaverð úttekt Cedefop á framtíðarhorfum starfsmenntunar til ársins 2030.

„Ef skoðaðir eru auknir möguleikar á starfsmenntun, aukinn fjölbreytileiki sem felst  í að fleiri bjóða nám og það sé í boði á fleiri hæfniþrepum er ástæða til að ætla að evrópsk starfsmenntakerfi verði æ fjölbreyttari og sinni fleirum. Þetta getur verið jákvætt að því leyti að starfsmenntun verði markvissari og mikilvægari en getur verið neikvætt ef hún verður sundurtættari og  mismunun eykst“.

Þetta eru nokkrar af þeim ályktunum sem Cedefop, miðstöð ESB um þróun starfsmenntunar dregur þegar stofnunin reynir að spá fyrir þróun starfsmenntunar til ársins 2030. Grein stofnunarinnar Horft um öxl til að horfa fram á við hefur nú verið þýdd á íslensku. Við að skoða ólík starfsmenntakerfi komst stofnunin að því að æ meiri áhersla er nú lögð á hagnýta þekkingu, meiri fjölbreytni, auðveldari aðgang og bætta ímynd starfsmenntunar.

Í greininni er bent á að þótt starfsmennakerfin hafi þróast á mismunandi hátt þurfi öll lönd Evrópu að mæta kröfum atvinnulífsins fyrir fólk með hagnýta þekkingu á öllum þrepum þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, t.d. hvað varðar nýjar starfsmennaleiðir fyrir fullorðna. Talin þörf á að bæta aðgengi að starfsmenntun og byggja upp jákvæða ímynd hennar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica