Vel heppnuð opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB

13.4.2021

Ný tækifæri í Evrópusamstarfi voru kynnt í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 15. apríl kl. 14:00-16:00, þegar nýrri kynslóð samstarfsáætlana ESB í umsjón Rannís, var hleypt af stokkunum.

Á opnunarhátíð voru kynnt tækifæri og styrkir í Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætluninni, Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætluninni, European Solidarity Corps á sviði samfélags- og sjálfboðaverkefna og Creative Europe menningaráætluninni.

Kynnir og stjórnandi var Bergur Ebbi Benediktsson.

Dagskrá:

 • Opnunarávarp. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
 • Ávarp frá sendiherra Evrópusambandsins. Lucie Samcová-Hall Allen sendiherra ESB á Íslandi.
 • Ný kynslóð áætlana 2021-2027. Hver er árangurinn og hvað er framundan? Stjórnendur samstarfsáætlana ESB hjá Rannís mættu í sófaspjall ásamt styrkþegum og kynntu það helsta sem er framundan í nýjum áætlunum.
  • Rúna Vigdís Guðmarsdóttir forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+ og ESC og Álfhildur Leifsdóttir kennari í Árskóla á Sauðárkróki, Erasmus+ verkefnastjóri.
  • Sigrún Ólafsdóttir stjórnandi Horizon Europe og Rúnar Unnþórsson prófessor og deildarforseti iðnverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar Háskóla Íslands, Horizon 2020 verkefnastjóri.
  • Ragnhildur Zoëga stjórnandi Creative Europe Desk og Gísli Örn Garðarsson leikari, leikstjóri og framleiðandi hjá Evrópa kvikmyndir, Creative Europe verkefnastjóri.
  • Myndbönd voru sýnd til kynningar á áhugaverðum verkefnum.

Rannís hefur umsjón með samstarfsáætlunum ESB á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar, menningar og æskulýðsmála á Íslandi. 

Áhugasamir geta einnig hlýtt á viðtöl við sérfræðinga Rannís í fjölmiðlum:

Vertu með og kynntu þér ný tækifæri og styrki í Evrópusamstarfi!

Opnunarhátíðinni var streymt:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica