Vel heppnaðar starfsmenntabúðir

12.12.2016

  • Áhugasamir þátttakendur í Starfsmenntabúðum.

Hópur áhugasamra kennara og starfsmanna í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu tók þátt í Starfsmenntabúðum, sjá dagskrá í pdf (175 KB) sem haldnar voru þann 8. desember hjá Iðunni fræðslusetri. Að búðunum stóðu Rannís, Erasmus+ áætlunin, EPALE vefgátt í fullorðinsfræðslu, Iðan fræðslusetur og mennta- og menningar­málaráðuneytið.

Starfsmenntabúðirnar voru hluti af evrópsku starfsmenntavikunni sem ber heitið Discover your talent  sem nú var haldin í fyrsta sinn en í tengslum við hann hefur verið boði upp fjölmarga áhugaverða viðburði á sviði starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu um alla Evrópu.

Á Starfsmenntabúðunum var mikill áhugi fyrir erindum þar sem kynntar voru tækninýjungar og breyttar aðferðir í kennslu, hvort heldur er með nemendur fyrir framan sig eða í fjarkennslu. Þeir Ingvar Ágúst Ingvarsson, sérfræðingur í skýjalausnum hjá Microsoft, Hróbjartur Árnason lektor í kennslufræði við HÍ og Sigurður Fjalar Jónsson verkefnastjóri hjá Iðunni deildu góðum hugmyndum á því sviði.

Helen Gray forstöðumaður starfsmenntadeildar Iðunnar sagði frá Erasmus+ samstarfsverkefninu EQAMOB sem fjallar um gæðaviðurkenningu fyrirtækja og evrópsk námsmannaskipti.  Kristín Runólfsdóttir og Íva Sigrún Björnsdóttir  sérfræðingar hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu buðu fólki upp á samtal um hvert stefni í starfsmenntun. 

Margrét Sverrisdóttir og Margrét Jóhannsdóttir sérfræðingar hjá Rannís

Margrét Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Rannís segir frá EPALE.

Margrét Sverrisdóttir og Margrét Jóhannsdóttir, sérfræðingar hjá Rannís fræddu fólk um Erasmus+ áætlunina,  EPALE vefgátt í fullorðinsfræðslu og NetWBL vefgátt um vinnustaðanám og Dóra Stefánsdóttir sérfræðingur hjá Rannís fjallaði um ECVET einingakerfið í starfsmenntun og Europass skjölin.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica