Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar í Evrópu og þeirra miklu áhrifa sem hún hefur á umsækjendur í Erasmus+ hefur Framkvæmdastjórn ESB ákveðið að umsóknarfresturinn um samstarfsverkefni menntahlutans sem átti að vera þann 24. mars næstkomandi verði framlengdur til 23. apríl kl. 10 að íslenskum tíma (kl. 12 á hádegi að belgískum tíma).
Vinsamlegast athugið að 23. apríl ber upp á sumardaginn fyrsta og því lokað hjá Landskrifstofu. Umsækjendum er bent á að senda fyrirspurnir vegna umsóknarferlisins vel í tæka tíð fyrir frestinn.
Um er að ræða:
Við þær aðstæður sem hafa skapast vegna veirunnar getur verið erfitt fyrir umsækjendur að afla mandate-samninga við erlenda samstarfsaðila. Því hefur verið ákveðið að hægt sé að senda inn umsóknir í þessa flokka án þess að mandate-samningar fylgi með. Hins vegar þurfa umsækjendur að skila þessum gögnum inn til Landskrifstofu á seinni stigum, eða áður en styrksamningur er undirritaður ef umsóknin hlýtur samþykki.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.