Umsóknarfrestur samstarfsverkefna í menntahluta Erasmus+ framlengdur til 23. apríl

16.3.2020

Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar í Evrópu og þeirra miklu áhrifa sem hún hefur á umsækjendur í Erasmus+ hefur Framkvæmdastjórn ESB ákveðið að umsóknarfresturinn um samstarfsverkefni menntahlutans sem átti að vera þann 24. mars næstkomandi verði framlengdur til 23. apríl kl. 10 að íslenskum tíma (kl. 12 á hádegi að belgískum tíma).  

Vinsamlegast athugið að 23. apríl ber upp á sumardaginn fyrsta og því lokað hjá Landskrifstofu. Umsækjendum er bent á að senda fyrirspurnir vegna umsóknarferlisins vel í tæka tíð fyrir frestinn.

Um er að ræða:

Við þær aðstæður sem hafa skapast vegna veirunnar getur verið erfitt fyrir umsækjendur að afla mandate-samninga við erlenda samstarfsaðila. Því hefur verið ákveðið að hægt sé að senda inn umsóknir í þessa flokka án þess að mandate-samningar fylgi með. Hins vegar þurfa umsækjendur að skila þessum gögnum inn til Landskrifstofu á seinni stigum, eða áður en styrksamningur er undirritaður ef umsóknin hlýtur samþykki.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica