Tilkynning um breytta innskráningu kerfa Erasmus+

4.11.2016

  • Mynd af skráningarglugganum í EU login

Gerðar hafa verið breytingar á innskráningu inn í umsýslukerfi sem tengjast Erasmus+. Gamla kerfinu „ECAS“ var skipt út fyrir „EU login“.

Helstu breytingarnar eru þær að auk nafnsins breytist útlit innskráningarsíðunnar, innskráning mun fara fram með netfangi í stað notendanafns og „Where are you from“ síðan hefur verið fjarlægð.

Athugið að þeir sem þegar eru með ECAS aðgang búa ekki til nýjan aðgang heldur skrá sig inn á EU-login með því að nota netfang en ekki notendanafn.

Leiðbeiningar fyrir nýja kerfið.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica