Áríðandi tilkynning til umsækjenda í Samstarfs­verkefni Erasmus+ 2016: Ný útg. umsóknar­eyðublaða

23.3.2016

Ný útgáfa af eyðublöðum Samstarfsverkefna Erasmus+ og fleiri gallar í eldri útgáfum eyðublaða í skólahluta (KA201).

Ný útgáfa af eyðublöðum samstarfsverkefna Erasmus+ hefur verið birt á vefnum. Í nýju útgáfunni (3.09) á að vera búið að laga galla sem tilkynnt var um hér á vefnum 15. mars síðastliðinn sem og fleiri galla, sjá nánar hér fyrir neðan. Í þessari nýjustu útgáfu af eyðublöðunum er vitað um einn galla sem snýr að því að ekki kemur upp tilkynning um hámark á Project management and implementation costs fyrr en skráðir hafa verið 12 samstarfsaðilar í umsókninni alls (að umsækjanda meðtöldum) en sú tilkynning ætti líka að koma upp þegar 11 samstarfsaðilar hafa verið skráðir í umsóknina.

Einnig hefur komið í ljós annar galli í eldri eyðublöðum í Samstarfsverkefnum skólahluta Erasmus+ (KA201, regio). Gallinn á aðeins við í þeim umsóknum þar sem svar við „Partnership with regions“ er „yes“. Gallinn felst í því að þótt fjármagn í umsókn sé umfram það þak sem gefið er í reglunum er hægt að villuprófa (validate), staðfesta og skila umsókn. Sé umsókn skilað með hærra fjármagni en reglurnar segja til um verður upphæðin leiðrétt hjá Landskrifstofu.

Athugið að þessi galli á við um eldri útgáfur af eyðublöðunum (3.08 og eldra) en eiga að hafa verið lagfærðir í nýju útgáfunni sem birt hefur verið hér á vefsíðu Erasmus+.

Vinsamlegast athugið að hægt er að skila umsókninni á eldri útgáfum af eyðublöðunum en til að koma í veg fyrir vandamál getur verið betra að nota nýrri útgáfuna sem hefur verið birt hér á vefnum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica