Tengslaráðstefna fyrir Erasmus+ skólaverkefni og samstarf skóla í Dublin á Írlandi

20.9.2016

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu fyrir skóla á grunn- og framhaldsskólastigi sem ber heitið „School Education: First steps to Erasmus+ and Partner Finding“. Ráðstefnan verður haldin í Dublin á Írlandi 14. - 16. nóvember. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 40 manns, þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Á tengslaráðstefnur koma aðilar frá mörgum Evrópulöndum og er tilgangur þeirra að efla tengsl fagfólks frá mismunandi  löndum. Mikil áhersla er lögð á að finna samstarfsaðila með það í huga að senda inn umsókn í Erasmus+ áætlunina á næsta umsóknarfresti árið 2017.

Markmið ráðstefnunnar er að þátt­takendur kynnist vel tækifærum Erasmus+ og þrói hugmyndir að nýjum Erasmus+  náms- og þjálfunar­verkefnum sem og samstarfs­verkefnum.

Markhópar ráðstefnunnar eru  skólar á grunn- og framhaldsskólastigi sem stefna að þátttöku í evrópsku samstarfi. 

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig þurfa að koma fram upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur er greitt beint af Landskrifstofu.

Sækja um þátttöku

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica