Evrópskar mennta- og menningaráætlanir kynntar á Norðurlandi

Dagana 28.- 30.ágúst stóð Rannís fyrir opnum kynningarfundum á Blönduósi, Siglufirði og Akureyri.

3.9.2019

  • Blondos

Markmiðið var að kynna evrópskar styrkjaáætlanir: Erasmus+ mennta- æskulýðs- og íþróttamál, Creative Europe, kvikmynda og menningaráætlun ESB og svo Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Skemmst er frá því að segja að fulltrúar rúmlega fjörutíu mennta- og menningarstofnana mættu á kynningarnar. Í kjölfarið spunnust góðar samræður. Það var ánægjulegt hversu margir áttu tök á því að leggja leið sína á fundina og eins eiga þau sem komu að skipulagningu og utanumhaldi fundana þakkir skilið.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica