Skýrslan er á ensku og er liður í mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á því hvernig tekist hefur til um framkvæmd styrkjaáætlunar ESB Erasmus+. Sambærilegar skýrslur voru gerðar í öllum ríkjum þar sem Erasmus+ áætlunin er starfrækt.
Erasmus+, mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun Evrópusambandsins hóf göngu sína 1. janúar 2014 og stendur yfir í sjö ár eða til ársins 2020. Samkvæmt reglum Erasmus+ áætlunarinnar er framkvæmdastjórn ESB ætlað að skila af sér matsskýrslu um Erasmus+ áætlunina til Evrópuþingsins, Evrópuráðsins, Efnahags- og félagsmálanefndar ESB og Svæðanefndar ESB. Í tengslum við þetta mat eiga þátttökuríki Erasmus+ áætlunarinnar að gera hvert um sig landsskýrslu fyrir framkvæmdastjórn ESB.
Landsskýrslunum er ætlað að veita upplýsingar um framkvæmd og áhrif áætlunarinnar á landsvísu og er ætlað að nýtast í skýrslu ESB, sem er meðal annars ætlað að vera meginheimild þegar vinna við gerð nýrrar áætlunar sem mun hefjast 2021.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið bar ábyrgð á vinnu við landsskýrsluna. Markmiðið var að meta framkvæmd, áhrif og árangur áætlunarinnar á landsvísu sem og að kanna viðhorf þátttakanda og hagsmunaaðila.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.