Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir er sigurvegari #mittErasmus sögukeppninnar sem stóð frá desember 2020 og fram í byrjun febrúar 2021. Birgitta hefur mikla reynslu af þátttöku í verkefnum á vegum Erasmus+ áætlunarinnar. Í upphafi vissi hún ekki hversu umfangsmikil Erasmus+ er og kom það henni því á óvart hvað áætlunin átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar.
Í skiptinámi sínu í kvikmyndafræði frá Háskóla Íslands lagði Birgitta stund á heimildamyndagerð í Háskólanum í Sussex. Hún telur að skiptinám geti verið virkilega góður inngöngumiði inn í ýmis verkefni því þar fékk hún til dæmis tækifæri til að stunda nám í dýrum háskóla án þess að greiða skólagjöldin vegna þess að hún var skiptinemi. Skiptinemar borga bara gjöldin í sinn heimaskóla og fá svo ferða- og uppihaldsstyrk frá áætluninni.
Eftir að Birgitta kom heim úr náminu sá hún auglýstan styrk fyrir ýmsum verkefnum hjá Evrópu unga fólksins, sem var forveri æskulýðshluta Erasmus+. Hún og nokkrar vinkonur stofnuðu óformlega hópinn Fjórfilmuna og fengu styrk til að gera heimildamynd. Hún fjallaði um áhugamál Íslendinga og naut meðal annars góðs gengis í suður-amerískum heimildamyndakeppnum. Með þátttöku sinni í verkefninu lærðu Birgitta og vinkonur hennar ýmislegt um gerð fjárhagsáætlana og skipulags í kvikmyndaverkefnum sem áttu eftir að reynast Birgittu vel, en hún starfar sem kvikmyndagerðarkona í dag.
Í kjölfarið fékk Birgitta að taka þátt í kvikmyndagerðar- og leiklistarnámskeiði á Spáni á vegum World Wide Friends sem var styrkt af Erasmus+. Erasmus+ áætlunin borgaði nánast allan ferðakostnað, gistingu og mat svo kostnaður Birgittu af þátttökunni var lítill sem enginn. Þetta var ekki síðasta námskeiðið sem Birgitta sótti því í kjölfarið fór hún á fleiri svipuð námskeið sem styrkt voru af Erasmus+ og gerðu henni kleift að upplifa nýja og spennandi hluti í hvert skipti.
Þegar Birgitta lítur til baka yfir reynslu sína af Erasmus+ þá nefnir hún að ávinningurinn af henni hafi verið fjölbreyttur. Í skiptináminu hafi hún til dæmist öðlast aukið sjálfstæði við það að flytja ein til útlanda í nokkra mánuði, og að heimildamyndin hafi hvatt hana áfram á sínum starfsferli. Námskeiðin hafi síðan opnað huga hennar gagnvart öðru fólki og annarri menningu en vinatengslin sem sköpuðust á þessum tíma séu henni dýrmæt og hafi kennt henni að fólk er almennt bara voða svipað og maður sjálfur, sama hvaðan það kemur.
Uppáhalds matur
Parmaskinka. Reyndar er ég með eitthvað æði fyrir ólífum núna, mér fannst þær alltaf vondar en einmitt í einu Erasmus+ ferðalaginu í Belgíu ákvað ég að ég væri fullorðin og ætti því að borða ólífur og hef kunnað að meta þær síðan.
Uppáhalds borgin
Mér finnst Búdapest rosalega falleg borg.
Uppáhalds landið
Skotland
Eftirminnilegasti staðurinn
Súkkulaðið í Belgíu er auðvitað mjög gott og klárlega eftirminnilegt. En svo sigldum við líka á Dóná í Búdapest eitt kvöldið, það var ótrúlega fallegt og heillandi enda byggingarnar þar rosalega flottar.
Næst þegar þú mátt ferðast, hvert ætlarðu?
Amsterdam, Tokyo
Uppáhalds litur
Burgundy
Uppáhalds mynd
Stella í Orlofi er klassík. Annars er Þorsti auðvitað gæðamynd líka (sérstaklega góð þessi krullhærða í henni, undirrituð með smá hlutverk) segir Birgitta hlæjandi.
Fyndnasta Erasmus+ minningin
Þegar ég og tveir aðrir frá Íslandi vorum á námskeiði í Santa Coloma (rétt hjá Barcelona) og kenndum öllum að syngja "Ég er komin heim". Vorum með gítar og útilegu stemmingu á hvítri sólarströndinni.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.