Samstarf háskóla við lönd utan Evrópu kynnt í Stokkhólmi

15.4.2019

Rannís, sem landskrifstofa Erasmus+, stendur ásamt hinum norrænu landskrifstofunum fyrir tveggja daga kynningarviðburði í október um þá möguleika sem háskólum stendur til boða í samstarfi við lönd utan Evrópu. 

Tolva_vefur_1555324507372

Viðburðurinn fer fram í Stokkhólmi 21.-22. október nk. og beinist fyrst og fremst að akademísku starfsfólki sem hefur áhuga á að starfa með háskólum í löndum utan Evrópu eða er nú þegar að því. Þarna gefst frábært tækifæri til að læra meira um spennandi leiðir til að koma á fót nýjum tengslum eða þróa fyrra samstarf áfram sem sameiginlegt meistaranám (Erasmus Mundus) eða hæfnismótun á háskólastigi (Capacity Building).

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu sænsku landskrifstofunnar, þar sem skráning mun fara fram, og er áhugasömum er bent á að sækja um Erasmus+ starfsþjálfunarstyrk til heimaskólans síns til að standa straum af ferðakostnaðinum.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica