Raunfærnimat á háskólastigi

Nýtt Erasmus+ verkefni til stuðnings við stefnumótun hefur göngu sína í Stokkhólmi

1.7.2019

  • IMG_20190627_150747

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Rannís hófu nýverið þátttöku í nýju Erasmus+ verkefni, sem ber heitið Recognition of Prior Learning (RPL) in Practice. Stjórn verkefnisins er í höndum Swedish Council for Higher Education (UHR) en einnig eiga aðild að því stofnanir í Austurríki, Írlandi, Króatíu og Belgíu. 

Verkefninu er ætlað að styðja háskóla við að þróa leiðir við innleiðingu raunfærnimats, sem er leið til að viðurkenna og staðfesta færni sem einstaklingur hefur aflað sér á ýmsan hátt og bera hana saman við hæfniviðmið tiltekins formlegs náms. Þannig sé aðgengi fólks að háskólum aukið og reynsla þess metin að verðleikum.

Fyrsti fundurinn í verkefninu fór fram í Stokkhólmi þann 27. og 28. júní 2019. Hann snerist um að kynna stöðuna á innleiðingu raunfærnimats í löndunum sex og hefja vinnu við að styðja háskólana í þessum löndum við að þróa sínar leiðir við innleiðingu raunfærnimats á eigin forsendum. Á Íslandi er ekki til staðar formleg aðferðafræði á háskólastiginu í þessum málaflokki ennþá og því til mikils að vinna að taka þátt í þessu nýja verkefni og læra af reynslu þeirra landa sem eru lengra komin í ferlinu. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica