Námskeið norrænna og baltneskra náms- og starfsráðgjafa í Vilníus

30.9.2016

  • Mynd af íslensku þátttakendunum
    Íslenski hópurinn. Frá vinstri Dóra Stefánsdóttir, umsjónarmaður Euroguidance á Íslandi, Elísabet Vala Guðmundsdóttir og Ingibjörg Jóna Þórsdóttir.

Euroguidance skrifstofurnar í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen Noregi og Svíþjóð héldu sameiginlegt námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa frá öllum þessum löndum dagana 28. og 29. september s.l.

Frá hverju landi komu 2-8 manns og var valið úr hópi áhugasamra umsækjenda sem allir fást við ráðgjöf sem tengist vinnu eða námi erlendis. Tveir íslenskir ráðgjafar, þær Elísabet Vala Guðmundsdóttir (F.B.) og Ingibjörg Jóna Þórsdóttir (Tækniskólanum) tóku þátt í námskeiðinu.

Mikil gleði og áhugi einkenndi námskeiðið sem byggt var upp á bæði fyrirlestrum og þátttöku í vinnuhópum. Lögð var áhersla á að ræða hvernig náms- og starfsráðgjafar gætu veitt skjólstæðingum sínum góð ráð og stuðning áður en haldið er til annarra landa, meðan á dvöl stendur og eftir að komið er heim. Stofnaður hefur verið sérstakur lokaður hópur á Facebook fyrir þátttakendur og þar rignir nú inn myndum og öðru efni. Ljós er að margir sem þarna voru eru þegar farnir að hugleiða frekara samstarf.

Allur hópurinn saman kominn. Ekki er annað að sjá en að gleðin skíni úr hverju andliti.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica