Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa og alþjóðafulltrúa háskóla og framhaldsskóla

27.9.2016

18. október kl. 12.30-15.30, í sal Samiðnar, Borgartúni 30, 6. hæð. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og kaffi.

Samvinna og verkaskipting við ráðgjöf nema sem hyggja á dvöl erlendis

Nemendur og starfsfólk framhalds- og háskóla sem vilja taka hluta af námi sínu erlendis eða sinna kennslu eða þjálfun við sambærilegar stofnanir eða fyrirtæki í öðrum löndum, vita oft ekki hvert þeir eiga að snúa sér í leit að upplýsingum um tækifæri til dvalar erlendis, og hvar þeir geta fengið ráðgjöf vegna undirbúnings dvalar. Ástæður þessa geta verið margvíslegar. Er aðgengi að upplýsingum innan stofnunar takmarkað? Er verkaskipting milli starfsmanna innan stofnunar varðandi upplýsingagjöf annars vegar og ráðgjöf hins vegar óljós? Tölfræði sýnir sömuleiðis að einstaka nemendahópar, s.s. þeir sem eiga við fötlun að stríða, taka síður þátt í alþjóðlegu samstarfi en aðrir. Hvaða skýringar kunna að vera á því?

Markmið þessa námskeiðs er annars vegar að leita svara við ofangreindum spurningum og fleirum, og hins vegar að stuðla að samtali þeirra sem á einn eða annan hátt veita upplýsingar og sinna ráðgjöf á þessu sviði um nálgun innan stofnunar, samstarf náms- og starfsráðgjafa og alþjóðafulltrúa.  

Flutt verða erindi en einnig verður unnið í hópum út frá mismunandi áherslum í upplýsingagjöf og ráðgjöf. Í lok dags er gert ráð fyrir fyrsta uppkasti að grunni að verklagsreglum sem gætu í framtíðinni verið sameiginlegar fyrir náms- og starfsráðgjafa og alþjóðafulltrúa í öllum framhalds- og háskólum.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Evrópuverkefnanna Euroguidance, Europass og The Bologna Reform in Iceland (BORE).

Vinsamlegast skráið þátttöku

Dagskrá:     

  1.  Kynningar:
    1. Stutt kynning á vefnum http://www.farabara.is/
      Dóra Stefánsdóttir sérfræðingur hjá Rannís 
    2. Stutt kynning á Europass ferilskrá og starfsmenntavegabréfi
      Margrét K. Sverrisdóttir sérfræðingur hjá Rannís    
    3. Námskeið um nám erlendis fyrir norræna og baltneska náms- og starfsráðgjafa: Endurgjöf frá námskeiði fyrir náms- og starfsráðgjafa í Vilníus 28.-29 september 2016 
      Elísabet Vala Guðmundsdóttir, FB og Inga Jóna Þórsdóttir, Tækniskólanum.
  2. Samtal: samvinna og verkaskipting mismunandi aðila.
    María Kristín Gylfadóttir, sérfræðingur hjá Rannís  
    1. Áður en farið er af stað - hver aðstoðar við:
      1. Leit að viðeigandi náms- og starfstækifæri
      2. Upplýsingar um væntanlegt nám – námskröfur, mæling á árangri, mat þegar heim er komið.
      3. Pappírsmál – ferilskrá (t.d. Europass), kynningar- eða fylgibréf, námssamningur, dvalarleyfi, o.s.frv.
      4. Húsnæðismál
      5. Tungumálaundirbúningur
      6. Upplýsingar um hvert eigi að leita ef eitthvað bjátar á?
    2. Meðan á námsdvöl stendur - hver aðstoðar við:
      1. Að komast inn í skólaumhverfið
      2. Aðstoð ef eitthvað bjátar á
    3. Þegar heim er komið - hver aðstoðar við:
      1. Yfirfærsla eininga
      2. Kynning nemans á því sem hann lærði – aðrir nemendur, kennarar, aðrir

Niðurstöður – samræmdar verklagsreglur, fyrsta uppkast.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica