Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar
Fyrir hverja?
Aðal markhópur Evrópumiðstöðvarinnar eru náms- og starfsráðgjafar. Aðrir sem geta nýtt sér þjónustu hennar eru til dæmis alþjóðafulltrúar í skólum, mannauðsstjórar á vinnustöðum, starfsmenn upplýsingamiðstöðva, skipuleggjendur námskeiða og allir þeir sem hyggja á nám í Evrópu.
Til hvers?
Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar hefur þann megintilgang að miðla evrópskri vídd í náms- og starfsráðgjöf og undirstrika mikilvægi hennar. Í þessi samhengi er náms- og starfsráðgjöf séð sem tæki til þess að auka möguleika fólks til að læra og vinna innan allra landa Evrópu og að fá reynslu sína og hæfni metna í öðru landi.
Verkfærakista f. náms- og starfsráðgjafa
Hvað gerir Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar?
Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar ...
- veitir almennar upplýsingar um nám, vinnumarkað eða möguleika til starfsþjálfunar. Sérstök áhersla er lögð á upplýsingar um náms- og starfsráðgjöf bæði hérlendis og erlendis
- gefur út sérstök rit sem tengjast náms- og starfsráðgjöf
- býður upp á námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa um þá möguleika sem bjóðast þeim og skjólstæðingum þeirra til þess að fá styrki til náms eða sjálfboðaliðastarfa í öðrum löndum Evrópu
styrkir Félag náms- og starfsráðgjafa til ýmissa verkefna, t.d. Dags náms- og starfsráðgjafar
- tekur þátt í ráðstefnum ýmissa aðila í menntageiranum á Íslandi
- tekur þátt í öflugu, evrópsku samstarfi um náms- og starfsráðgjöf..
Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er rekin af Rannís sem einnig hefur umsjón með Landsskrifstofu Erasmus+.