Mikill áhugi á frumkvöðla- og nýsköpunarmennt

13.10.2017

  • Eistnesku sérfræðingarnir frá vinstri: Katrin Kivisild, Kersti Loor og Jane Magi.

Mánudaginn 9. október sl. stóð Rannís fyrir málstofu um frumkvöðla- og nýsköpunarmennt. Tilefnið var koma þriggja sérfræðinga frá Eistlandi sem áhuga höfðu á að hitta íslenska starfsfélaga.

Nær 70 manns skráðu sig á málstofuna. Eistnesku sérfræðingarnir kynntu hvernig staðið er að frumkvöðla- og nýsköpunarkennslu þar í landi og farið var yfir sviðið hérlendis. Eftir fróðlega fyrirlestra fóru fram umræður um frumkvöðlamennt og hvernig væri hægt að efla áhuga nemenda á öllum skólastigum á því að verða frumkvöðlar. Þá var rætt um grundvöll þess að sækja um styrki, annað hvort úr Erasmus+ eða Nordplus áætluninni, til að búa til kennsluefni og mennta kennara með það að markmiði.

Við þökkum málstofugestum og fyrirlesurum kærlega fyrir þátttökuna.

Áhugasamir fundargestirÁhugasamir málstofugestir









Þetta vefsvæði byggir á Eplica