Kynningarfundur um mennta- og æskulýðsáætlun Erasmus+ og Nordplus

27.11.2019

  • Kona skrifar glósur, hendur sjást

Kynningarfundur um mennta- og æskulýðshluta Erasmus+ og Nordplus, norrænu menntaáætlunina, verður haldinn fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 14.30-16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík.

Stofnanir sem vinna að þessum málaflokkum geta sótt um: Skólar á öllum stigum og sviðum, sveitarfélög, félagasamtök, óformlegir hópar ungs fólks, fyrirtæki og stofnanir í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.

Gert er ráð fyrir að almenn kynning og spurningar taki um klukkustund. Starfsfólk Rannís verður síðan áfram á svæðinu og veitir ráðgjöf.

Kynningin miðast við þá sem þekkja lítið til þessara áætlana og umsóknarferlisins.

Erasmus+ áætlunin:

  • Nám og þjálfun í Erasmus+ (ferða- og uppihaldsstyrkir)                                                                Næsti umsóknafrestur er 5. febrúar 2020.
  • Samstarfsverkefni í Erasmus+                                                                                                            Næsti umsóknafrestur fyrir alla flokka er 24. mars 2020 (í æskulýðshluta er líka umsóknarfrestur 5. febrúar 2020).

Nordplus áætlunin:  

  • Bekkjarheimsóknir, kennaraskipti, norræn tungumálaverkefni og samstarfsverkefni á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum.                                                                                            Næsti umsóknarfrestur er 3. febrúar 2020.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica