Kynningar á Evrópuverkefnum

25.1.2017

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi fór fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands þann 24. janúar. Frá Rannís voru kynntar áætlanirnar Horizon 2020, Erasmus+, Creative Europe og verkefnin eTwinning, Europass og Upplýsingastofa um nám erlendis.

Aðrir þátttakendur voru Vinnumálastofnun (EUREA – Evrópsk vinnumiðlun), Evrópa unga fólksins (ungmennahluti Erasmus+), Landlæknisembættið (Lýðheilsuáætlun), Nýsköpunarmiðstöð Íslands (Enterprise Europe Network) og fastanefnd ESB.

Í Háskólanum í Reykjavík var kynningin hluti af alþjóðadeginum sem haldinn er á hverri önn og því mikið líf og fjör í Sólinni, með lifandi tónlist og krásum frá öllum heimshornum. Í Háskóla Íslands var kynningin stakur viðburður á Háskólatorgi þar sem margt var um manninn.

Skipuleggjendur viðburðarins þakka öllum áhugasömum kærlega fyrir komuna.

Sjá fleiri myndir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica