Heimsókn frá Króatíu

7.2.2017

  • Mynd af gestum frá króatíu
    Króatíski hópurinn með Ágústu H. Ingþórssyni, sviðstjóra mennta- og menningarsviðs.

Króatískur vinnuhópur um menntun alla ævi er í fróðleiksferð um íslenskar menntastofnanir um þessar mundir. Hópurinn hitti starfsmenn Rannís þann 6. febrúar og var þá skipst á fróðleik um menntamál, þá sérstaklega fullorðinsfræðslu.

Króatía gekk í Evrópusambandið árið 2013 og hefur síðan notið góðs af ríkulegum styrkjum til menntamála. Fullorðinsfræðsla er þó ennþá fremur fátækleg, e.t.v. vegna þess hversu hátt menntunarstig þjóðarinnar er. Hópurinn vildi því læra af okkur hvernig má vekja meiri athygli á þeim möguleikum sem bjóðast og hvetja fólk til að mennta sig alla ævi.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica