Í mars beinir EPALE sjónum sínum sérstaklega að stafrænu og rafrænu námi

7.3.2017

Við hjá EPALE gerum okkur grein fyrir því mikilvæga hlutverki sem upplýsingatæknin hefur gengt í því að breyta kennsluaðferðum. Upplýsingatæknin gefur fólki aukna stjórn á sínu námi. Hún gefur því tækifæri á að ákveða hvenær, hvar og hversu mikið það vill læra.

Landsteymi EPALE hafa safnað saman áhugaverðum blogggreinum og gagnlegum upplýsingum um stafrænt og rafrænt nám. Nánari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Ekki gleyma að fylgjast með málaflokknum rafrænt nám til að fræðast um helstu nýjungar (aðeins mismunandi eftir tungumálum). 

Þann 23. mars 2017 stendur EPALE fyrir skriflegum umræðum á netinu um hvernig hægt er að nýta stafrænt nám í átakinu „Upskilling Pathways“. Umræðan fer fram á EPALE vefgáttinni milli kl. 14 og 17 (13 og 16 að íslenskum tíma). Þeir sem vilja taka þátt í umræðunum þurfa að skrá sig inná EPALE aðgang sinn og smella hér. Ef þú ert ekki enn orðin/n skráður notandi á EPALE getur þú gert það hér. Það kostar ekkert að vera með í EPALE.

Bloggreinar

Gagnlegar upplýsingar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica