Í júlí beinir EPALE sjónum að brotthvarfi nemenda úr skólum og tækifærum til endurmenntunar

30.6.2017

Ungt fólk hverfur gjarnan frá námi án þess að ljúka framhaldsskóla eða fá námgráðu metna. Þau geta þess vegna þurft að glíma við atvinnuleysi, félagslega útilokun og fátækt.

Það eru ýmsar ástæður fyrir brotthvarfi ungs fólks úr skólum s.s. persónuleg- eða fjölskylduvandamál, námsörðugleikar, félagsleg vandamál eða fjárhagsleg. Aðrir mikilvægir þættir eru námsumhverfið og tengsl kennara og nemenda.

Ýmislegt er gert í löndum Evrópusambandsins til að koma í veg fyrir brotthvarf nemenda. Mörg lönd gera ráðstafanir til að styðja nemendur, fjölskyldur og kennara til að stuðla að bættum námsárangri.

Við hjá EPALE trúum á mikilvægi endurmenntunar til að gefa fullorðnum nemendum annað tækifæri til að mennta sig. Sjáið þemabundna vefsíðu okkar Second chance schools, þar sem EPALE teymi í ýmsum löndum hafa safnað áhugaverðu bloggi, gagnlegum úrræðum og fréttum um þetta viðfangsefni (efni síðunnar er breytilegt eftir því hvaða tungumál þið veljið).

Munið að heimsækja EPALE-síðuna reglulega til að sjá nýtt efni í júlí!

https://youtu.be/qmhiu392AOA









Þetta vefsvæði byggir á Eplica