30 ára afmælishátíð og afhending gæðaviðurkenninga Erasmus+

30.10.2017

Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. Til að fagna tímamótunum býður Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi til afmælishátíðar í Hörpu miðvikudaginn 8. nóvember nk.

Þér er boðið í afmæli

Fagnaðu með okkur þann 8. nóvember kl. 16:00 í Hörpu, Silfurbergi. #ErasmusPlus

Tilkynna þátttöku

Gæðaviðurkenningar Erasmus+ verða veittar á hátíðinni í sex flokkum, það eru verkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, í æskulýðsstarfi, í starfsmenntun, á háskólastigi, í fullorðinsfræðslu og eTwinning - rafrænu skólasamstarfi, og hljóta þau Erasmusinn 2017. Dómefnd horfir til gæða, nýsköpunar, yfirfærslumöguleika, áhrifa til skemmri og lengri tíma og verkefnastjórnunar við val á verðlaunaverkefnunum. Alls voru 18 verkefni tilnefnd í ár.

Þá veitir mennta- og menningarmálaráðherra Evrópumerkið, viðurkenningu á sviði tungumálanáms og kennslu, og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpar samkomuna og afhendir heiðursverðlaun Erasmus+ í tilefni afmælisins.

Sækja boðskort

Hér má sjá yfirlit yfir tilnefnd verkefni til gæðaviðurkenninga Erasmus+

Tilnefningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi:

Skólaþjónusta Árborgar  Nám, störf og lærdómssamfélög
Vatnsendaskóli           Skapandi starf og gagnrýnin hugsun
Fjölbrautaskólinn í Ármúla   Sjálfbær útikennsla
Árskóli Skagafirði Skóli sem lærir

Tilnefningar í æskulýðsstarfi:

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Út fyrir þægindarammann
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Evrópudraumurinn
Ungmennaráð Árborgar                 Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi 

Tilnefningar í starfsnámi:

Tækniskólinn – skóli atvinnulífsins Deilt til árangurs
Myndlistaskólinn í Reykjavík            Nýsköpun í efnum og aðferðum og tengsl við menntakerfið í Evrópu
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti          Aukin gæði starfsþjálfunar með aðstoð evrópska einingakerfisins í starfsmenntun

Tilnefningar á háskólastigi:

Listaháskóli Íslands Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf
Háskóli Íslands                                 Stúdenta- og starfsmannaskipti
Listaháskóli Íslands                          Stúdenta- og starfsmannaskipti

Tilnefningar í fullorðinsfræðslu:

EVRIS   Til móts við þróttmikið þriðja æviskeið
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Ráðgjöf í atvinnulífinu
Slysavarnafélagið  Landsbjörg     Þjálfun áhafna björgunarbáta

Tilnefningar í eTwinning - rafrænu skólasamstarfi: 

Leikskólinn Holt, Reykjanesbæ    Gegnum lýðræði til læsis
Verzlunarskóli Íslands Yfirlit yfir blaðaumfjöllun 2016    









Þetta vefsvæði byggir á Eplica