Í október fór fram kynningarviðburður í Stokkhólmi um þá möguleika sem háskólum stendur til boða til samstarfs við lönd utan Evrópu innan Erasmus+. Rannís stóð að viðburðinum ásamt landskrifstofum Erasmus+ í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi.
Markmið ráðstefnunnar var að draga fram það sem er vænlegast til árangurs í umsóknarferlinu fyrir tvo undirflokka Erasmus+ þar sem mikil samkeppni ríkir: Sameiginlegt meistaranám (Erasmus Mundus Joint Master Degrees) og hæfnismótun á háskólastigi (Capacity Building in Higher Education).
Með tveggja daga dagskrá var boðið upp á fjölbreyttar málstofur þar sem reyndir verkefnastjórar deildu reynslu sinni og gáfu þátttakendum góð ráð varðandi forgangsatriði Erasmus+, gæði samstarfsins, gerð fjárhagsáætlana, verkefnisstjórnun, áhrif og áhættur.jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.