Evrópurútan á ferð um landið

3.9.2024

  • Evropurutan-grafik

Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.

Evrópurútan mun stoppa á ellefu þéttbýlisstöðum um allt land og bjóða íbúum til fundar og samtals um tækifæri í heimabyggð til alþjóðasamstarfs í gegnum fjölmargar samstarfsáætlanir Evrópusambandins.

Yfirlit yfir viðkomustaði Evrópurútunnar ásamt tímasetningum og fundarstað má skoða með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Evrópurútan - Heildardagskrá

Evrópurútan er skipulögð af Rannís sem hefur umsjón með öllum helstu samstarfsáætlunum á sviði menntunar, menningar, vísinda og fyrirtækjasamstarfs og mun á hringferð sinni um landið veita upplýsingar um:

  • Erasmus+
  • Stoðverkefni Erasmus+: eTwinning, Europass, Eurodesk og EPALE
  • Horizon Europe
  • Creative Europe
  • European Solidary Corps
  • Enterprise Europe Network
  • Digital Europe
  • LIFE
  • Nordplus

Rannís hvetur öll til að mæta og kynna sér tækifæri til alþjóðasamstarfs til framtíðar fyrir sína heimabyggð.

Óskað er eftir skráningu á viðburðina fyrir áætlun veitinga á hverjum stað fyrir sig.

Skráning á viðburð









Þetta vefsvæði byggir á Eplica