Evrópska starfsmenntavikan 9.-13. nóvember 2020

29.10.2020

Framúrskarandi starfsmenntun með sjálfbærni og tölvutækni.

#DiscoverYourTalent
#EUVocationalSkills

Starfsmenntavikan er haldin ár hvert og miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun. Í Starfsmenntavikunni er starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu. Skólar og aðrar stofnanir sem sinna starfsmenntun og fullorðinsfræðslu fá tækifæri til að kynna hvaðeina sem eykur áhuga á starfsmenntun, hver með sínu lagi. 

Núna á tímum heimsfaraldurs er áskorun, en kjörið tækifæri að taka þátt í Starfsmenntavikunni og sameinast í kynningu á starfsmenntun og fullorðinsfræðslu hér á landi. Því viljum við hvetja starfsmenntaskóla og aðrar starfsmennta- og fullorðinsfræðslustofnanir til að nýta tækifærið og vekja athygli á þeim möguleikum sem bjóðast varðandi starfsmenntun hér á landi og í Evrópu í Starfsmenntavikunni með því að halda rafrænar kynningar, vefstofur, deila reynslusögum o.fl. Við hvetjum ykkur til að skrá viðburði svo þeir komist á Evrópukortið. 

Skrá viðburð









Þetta vefsvæði byggir á Eplica