Evrópsk vika starfsmenntunar

5.12.2016

Vikan 5. – 9. desember er evrópsk vika starfsmenntunar. Heiti átaksins er „Discover your talent“ sem hefur það að markmiði að vekja athygli á starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.

Í því sambandi eru skipulagðir viðburðir á sviði starfsmenntunar um alla Evrópu og á heimasíðu verkefnisins er mikið af áhugaverðu efni sem vert er að skoða og einni hægt að skoða upptökur og fylgjast með viðburðum, sjá  European Vocational Skills Week.

Fréttir af viðburðum starfsmenntavikunnar eru á Facebooksíðu verkefnisins.

Íslenski viðurburður starfsmenntavikunnar eru  „Starfsmenntabúðir fyrir leiðbeinendur á sviði starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu“ sem haldnar verða fimmtudaginn 8. desember í húsnæði Iðunnar fræðsluseturs kl. 15 – 17. Starfsmenntabúðirnar eru skipulagðar í samvinnu Rannís, Erasmus+ áætlunarinnar og EPALE, Iðunnar fræðsluseturs og mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica