Evrópsk eTwinning tengsla­ráðstefna - þema: frásagnalist

23.8.2016

Hótel Sögu, Reykjavík, 18. - 20. nóvember 2016.

Um 60 kennarar frá Belgíu, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Lettlandi, Lúxemborg, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi munu taka þátt.

 

  • Styrkur: Styrkur fyrir 8-12 íslenska kennara í boði, fyrir ferðakostnaði, gistingu og uppihaldi á ráðstefnudögum.
  • Þema: Frásagnalist
  • Fyrir hverja? Kennara sem kenna unglingum á aldrinum 13-16 í eftirfarandi fögum: móðurmál/bókmenntir, tungumál, samfélagsfræði, saga, og landafræði.
  • Markmið: Allir þátttakendur stofni eTwinning verkefni með kennara frá öðru Evrópulandi. Áhersla lögð á fjöltyngd verkefni þar sem sögur eru sagðar á fleiru en einu tungumáli.
  • Reynsla: Bæði fyrir byrjendur og lengra komna í eTwinning.
  • Tungumál: Dagskráin fer fram á ensku.
  • Dagskrá: Hefst seinni partinn 18. nóvember og lýkur um hádegi 20. nóvember. Endanleg dagskrá liggur ekki fyrir en hún mun samanstanda af fyrirlestrum og vinnustofum sem tengjast eTwinning samstarfi. Þungamiðjan verður skipulagning og stofnun verkefna með stuðningi starfsfólks landskrifstofa eTwinning. 
  • Skilyrði: Að taka þátt í allri dagskránni; að kynna eTwinning og segja frá ráðstefnunni í skólanum, einnig að hvetja aðra kennara til þess að taka þátt í eTwinning og styðja þá.

UMSÓKNARFRESTUR til og með 11. september, sækið um HÉR.

Nánari upplýsingar um eTwinning á etwinning.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica