Evrópa unga fólksins flytur til Rannís

7.7.2017

Þann 1. júlí tók Rannís við umsjón með æskulýðshluta Erasmus+ af Ungmennafélagi Íslands sem hefur rekið Evrópu unga fólksins frá 2007. 

Þeir þrír starfsmenn sem unnið hafa hjá Evrópu unga fólksins eru nú orðnir starfsmenn Rannís og hafa flust í Borgartún 30. Með yfirfærslunni er umsýsla með Erasmus+ áætluninni öll komin á einn stað og standa vonir til að með því móti verði hægt að standa enn betur að þjónustu við umsækjendur og styrkþega.

Rannís býður nýtt starfsfólk velkomið til starfa:

Anna R. Möller

Anna R. Möller

Helga Dagný

Helga Dagný Árnadóttir

Hjörtur

Hjörtur Ágústsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica