ESB gefur út nýtt app í tilefni af 30 ára afmæli Erasmus+

13.6.2017

  • Erasmus-Birthday-Cupcake

Í dag, þann 13. júní 2017 fagnar Evrópusambandið 30 ára afmæli Erasmus og því að nú hafa yfir 9 milljónir Evrópubúa notið stuðnings frá áætluninni.

Afmælishátíð í Strassborg

Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, og yfirmaður mennta-, menningar- og æskulýðsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Tibor Navracsics,
tóku þátt í afmælisfögnuði hjá Evrópuþinginu í Strassborg í dag. Kynnt var til sögunnar nýtt Erasmus+ app  og veitt var táknræn viðurkenning til 9 milljónasta þátttakandans í Erasmus+ .

Erasmus+ appið

Yfirmaður mennta-, menningar- og æskulýðsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Tibor Navracsics, kynnti til sögunnar Erasmus+ appið og sagði af því tilefni:

„Just as each Erasmus+ exchange delivers an enriching life experience — both professionally and personally — 30 years of mobility and cooperation have given Europe an open-minded and entrepreneurial generation of 9 million people who are today shaping the future of our society. By putting Erasmus+ at their fingertips, the new App will bring Europe closer to young people all over the world."

Eramus+ appið aðstoðar nemendur við að halda utan um nauðsynleg gögn varðandi skiptinámið, deila reynslusögum og bæta tungumálakunnáttu sína í gegnum „Erasmus+ OnlineLinguistic Support Platform “.

Kynningarmyndband um Erasmus+ appið

9 milljónir Evrópubúa hafa tekið þátt í skiptinámi innan Evrópu

Í ræðu sinni í dag lagði Jean-Claude Juncker áherslu á mikilvægi þess að fjárfesta í framtíðinni:

Every euro that we invest in Erasmus+ is an investment in the future — in the future of a young person and of our European idea. I cannot imagine anything more worthy of our investment than these leaders of tomorrow. As we celebrate the 9 millionth person to take part, let's make sure we are 9 times more ambitious with the future of the Erasmus+ programme."

9-million

Allt frá því að Erasmus var ýtt úr vör árið 1987, þá með þátttöku 11 landa og 3.200 nemenda, hefur áætlunin veitt 9 milljónum Evrópubúa tækifæri til að mennta sig og öðlast starfsreynslu erlendis. Árið 2014 hóf Erasmus+ áætlunin göngu sína og þá var sett undir einn hatt mennta-, æskulýðs- og íþróttamál. Nú taka 33 Evrópuþjóðir þátt í áætluninni (öll aðildarríkin 28, ásamt Tyrklandi, Makedóníu, Noregi, Íslandi og Lichtenstein) og hafa fleiri en tvær milljónir manna notið góðs af áætluninni á þeim tíma.

Til að virkja nýja þátttakendur í Erasmus+ hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins opnað vefsvæði, Erasmus+ Generation Online Meeting Point. Er því ætlað að vera umræðugrundvöllur fyrir þátttakendur um allt það sem snýr að þátttöku í Erasmus+ áætluninni. Hið nýja app styður við þetta framtak.

Frekari upplýsingar

Erasmus+ opinber afmælissíða

Þetta vefsvæði byggir á Eplica