Erasmus+ vottun hefur jákvæð áhrif á Evrópusamstarf

19.12.2019

  • VET-Mobility-Cherter-vottun

Vottun á náms- og þjálfunar­verkefnum í starfs­menntun hefur verið veitt síðan árið 2015. Skólar og stofnanir sem sýnt hafa fram á reynslu af stjórnun Erasmus+ náms- og þjálfunarverkefna á sviði starfsmenntunar sem og mjög góðan árangur hafa fengið vottun. 

Á Íslandi eru Tækniskólinn, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Kópavogi, Iðan fræðslusetur og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti með vottun.

Eftir fjögurra ára reynslu var gerð samantekt á Evrópustarfi og reynslu af vottun. Megin niðurstaðan er sú að á tímabilinu hefur þróun náms- og þjálfunarverkefna þeirra verið mjög jákvæð og umfangið vaxið verulega. Fjöldi þátttakenda hefur mest tvöfaldast miðað við væntingar um þátttöku.

Evrópusamstarf innan skólanna hefur aukist og breyst á tímabilinu. Í flestum tilfellum hefur starfshlutfall alþjóðafulltrúa vaxið og alþjóðastarf fengið aukið vægi í daglegri starfsemi skóla og stofnana.

Það kemur í ljós að eftirspurn og vilji til þátttöku er til staðar meðal bæði nemenda og kennara og með vottun hefur aðgengi aukist sem og stöðugleiki Evrópustarfsins.

Þátttakan hefur einnig veruleg áhrif á bæði þátttakendur og skóla/stofnanir. Nemendur og starfsmenn eru almennt mjög ánægðir með þátttökuna og mælist heildaránægja þeirra á bilinu 83-100%. Einnig eru mörg dæmi um góð áhrif á kennsluhætti og námsframboð.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica