Erasmus+ umsóknarfrestir 2019

26.10.2018

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ áætluninni fyrir árið 2019.

Tom-grimbert-1082829-unsplashÍ menntahluta Erasmus+ eru tveir umsóknarfrestir: 

Nám og þjálfun: 12. febrúar kl. 11 (framlengdur, var 5. febrúar)  
Samstarfsverkefni: 26. mars kl. 11 (framlengdur, var 21. mars)

Í menntahluta er til úthlutunar um 7,6 milljónir evra (um 1 ma.kr.).

Í æskulýðshluta Erasmus+ eru þrír umsóknarfrestir þar sem opið er í alla flokka í hverjum fresti:              12. febrúar (framlengdur, var 5. febrúar), 30. apríl og 1. október. Athugið að aðeins er tekið á móti umsóknum um stór KA2 nýsköpunarverkefni í æskulýðsstarfi þann 30. apríl.

Í æskulýðshluta er til úthlutunar um 1,5 milljón evra (um 200 m.kr.).

Þeir sem hafa hugsað sér að sækja um eru hvattir til að skoða heimasíðuna Erasmus+ – en þar eru upplýsingar um skilyrði umsókna, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.  Á heimasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna Erasmus+ handbókina.  Einnig er hægt að setja sig í samband við starfsfólk Erasmus+ á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í Erasmus+.

Auglýsing um umsóknir í Erasmus+ fyrir árið 2019 í heild sinni.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Landsskrifstofu









Þetta vefsvæði byggir á Eplica