40% atvinnurekanda í Evrópu eiga í erfiðleikum með að finna starfsfólk með færni sem þörf er á í stafrænum heimi. Nú ætla Evrópuáætlanirnar Erasmus+ og Horizon 2020 að leggja sitt af mörkum við að finna lausn á vandanum með því að bjóða 6.000 háskólanemum upp á tækifæri til að efla stafræna færni með starfsnámi erlendis í 2-12 mánuði.
Starfsnámið fer fram hjá stofnun eða fyrirtæki í öðru Evrópulandi á tímabilinu 2018-2020, og viðfangsefnin geta verið af ýmsum toga; allt frá vefhönnun, þróun smáforrita og stafrænni markaðssetningu yfir í netöryggi og gervigreind.
Vilt þú bætast í hópinn og auka forskot þitt á vinnumarkaði framtíðarinnar? Skoðaðu framboðið á starfsnemastöðum á vefsíðunum ERASMUSINTERN og EURES - Digital Opportunities og leitaðu til háskólans þíns varðandi nánari upplýsingar um umsóknarferlið. Skilyrði fyrir þátttöku er að starfsnámið sé samþykkt af heimaskólanum þínum. Þú getur annaðhvort tekið það sem hluta af námi þínu áður en þú útskrifast eða eftir útskrift, en þá verður umsóknin að hafa borist heimaskólanum þínum áður en útskrift fer fram. Styrkur er veittur fyrir dvölinni og er upphæð hans breytileg eftir því hvert er farið.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.