Erasmus+ starfsmenntun: viðburðir í nóvember 2017

10.8.2017

Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tvo viðburði á sviði starfsmenntunar.

Tengslaráðstefnan „INCLUSION WITHIN KA2“ verður haldin í Varsjá, Póllandi, dagana 7.-11. nóvember nk. Félagsleg samlögun (e. social inclusion) nær til ólíkra þátta en markmiðið er að auka virkan þátt einstaklingsins innan samfélagsins, til félagslegra athafna, vinnumarkaðarins, tómstunda og náms.

Leitað er eftir þátttakendum á sviði starfsmenntunar sem eru tilbúnir til að stofna til nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna tengd þema ráðstefnunnar.


 

„Strengthening the competence-based approach – Flexible learning paths and recognition of competences“ er viku námsheimsókn sem haldin verður í Finnlandi, dagana 12.-17. nóvember nk. Hér er markhópurinn skólastjórar og stjórnendur starfsmenntaskóla og stofnana. Námsheimsóknin hefst í Helsinki en skiptist síðan milli Kerava og Tampere. Áherslan er á finnska starfsmenntakerfið, vinnustaðanám, mat og þjálfun og hvernig starfsmenntaeiningakerfið ECVET hefur verið aðlagað því finnska.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Rík áhersla er lögð á myndun Erasmus+ verkefna og að þátttakendur fari sem fulltrúar sinna skóla/stofnana/samtaka og séu opnir fyrir að taka þátt í slíkri vinnu.

Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald er greitt beint af landskrifstofu og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði og annað uppihald.

Umsóknarfrestur er 1. september nk.

Sækja um þátttöku

Þetta vefsvæði byggir á Eplica