Erasmus+ tengslaráðstefna fyrir kennara og stjórnendur á sviði starfsmenntunar á Möltu

7.9.2016

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu á sviði starfsmenntunar sem ber heitið „Hands on experience for VET Trainers“. Ráðstefnan verður haldin á Möltu 22.- 24. nóvember (með ferðadögum 21.-25. nóvember). Áætlaður fjöldi þátttakenda er 35 manns, þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Meginmarkmið ráðstefnunnar er að mynda tengsl og þróa verkefnahugmyndir á sviði endurmenntunar starfsmenntakennara og nýrrar tækni við kennslu í starfsmenntun.

Markhópar ráðstefnunnar eru stjórnendur og kennarar á sviði starfsmenntunar.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun, og stöðu innan skóla /stofnunar.  Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.

Landskrifstofa Erasmus+ veitir styrk fyrir ferðakostnaði og þátttökugjaldi ráðstefnu. Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur er greitt beint af Landskrifstofu.

Umsóknarfrestur er 22. september næstkomandi

Umsóknareyðublað

Nánari upplýsingar og dagskrá

Þetta vefsvæði byggir á Eplica