Erasmus+ ráðstefna um mikilvægi tölvufærni á vinnumarkaði

8.2.2017

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á þematíska ráðstefnu á sviði skóla og starfsmenntunar í Riga í Lettlandi þann 23. mars nk.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Erasmus+ developing e-skills for jobs og er markmið hennar að auka skilning á mikilvægi tölvufærni á vinnumarkaði. Sýnt verður fram á með dæmum hvernig auka megi  tölvufærni, sérfræðingar fjalla um málefnið og þátt­takendum gefst kostur á að taka þátt í umræðum og deila reynslusögum.

Óskað er eftir þátttakendum á sviði skóla og starfsmenntunar sem tengjast málefninu og eru tilbúnir til að efla tengsl og deila reynslu sem hugsanlega gætu leitt til nýrra verkefna á þessu sviði.

Áætlaður fjöldi þátttakenda á ráðstefnunni er 80 manns,  þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan stofnunar. Einnig þurfa að koma fram upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði og gistingu. Þátttökugjald og uppihald er í boði skipuleggjanda ráðstefnu. Um eins dags ráðstefnu er að ræða.

Nánari upplýsingar og dagskrá

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars næstkomandi









Þetta vefsvæði byggir á Eplica