Erasmus+ og eTwinning tengslaráðstefna

9.3.2017

Landskrifstofa menntahluta Erasmus+ á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu fyrir kennara og starfsmenntakennara á unglinga- og framhaldsskólastigi (14-19 ára) sem fram fer í Ljubljana, Slóveníu 18.-20. maí nk.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „eTwinning meets Erasmus+“ Boosting the quality of eTwinning and Erasmus+ projects“ og markmið hennar er að auka gæði, frumkvæði og nýbreytni verkefnishugmynda.

 Ráðstefnan er ætluð starfsmenntakennurum og öðrum kennurum nemenda á aldrinum 14-19 ára. Umsækjendur mega vera byrjendur eða með reynslu af almennu verkefnasamstarfi. Forsenda þátttöku er að umsækjandi sé tilbúinn til að mynda tengsl sem hugsanlega gætu leitt til nýrra verkefna í eTwinning og Erasmus+.

 Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig þurfa að koma fram upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla en tvö sæti eru til úthlutunar.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald er greitt beint af Landskrifstofu og inniheldur gistinætur á ráðstefnutíma, fæði og annað uppihald.

Umsóknarfrestur er 27. mars næstkomandi.

Sækja um þátttöku

Vinsamlegast athugið að umsækjendur þurfa að vera skráðir í eTwinning.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica